Stuðlaberg Pósthússtræti

Fréttir

1000 heimili í Reykjanesbæ með ljósleiðara frá Mílu
Jóhann Júlíusson og Sigurður Gunnarsson frá Rafholti, Haukur Hauksson íbúi Grjótási 5 og Ásgrímur Stefánsson frá Rafholti daginn sem 1000. ljósleiðaratengingin átti sér stað í Reykjanesbæ. VF-mynd: Hilmar Bragi
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 9. október 2019 kl. 09:20

1000 heimili í Reykjanesbæ með ljósleiðara frá Mílu

Þúsundasta heimilið í Reykjanesbæ hefur verið tengt ljósleiðara Mílu. Það eru íbúar að Grjótási 5 sem fengu þann heiður að fá þúsundustu tenginguna.

Það er fyrirtækið Rafholt sem annast ljósleiðaratengingar fyrir Mílu í Reykjanesbæ og starfsmenn fyrirtækisins mættu með meira en ljósleiðara í Grjótásinn, því heimilisfólk fékk einnig myndarlegan blómvönd á þessum tímamótum.

Rafholt tengdi fyrstu ljósleiðaratenginguna hjá Mílu í heimahús á Suðurnesjum í október árið 2017. Ljósleiðaratengingar fóru rólega af stað í byrjun en um vorið 2018 var allt komið á fullt og Rafholt er í dag að tengja 70 til 100 heimili á mánuði.

Þúsundasta tenginginn var svo framkvæmd 26. september sl. Míla er búin að ljósleiðaravæða 15-20% af Reykjanesbæ og stefnir á að klára að ljósleiðaravæða bæinn á næstu tveimur til þremur árum í samstarfi við Gagnaveituna.