Aðsent

Tilkynning frá neyðarstjórn Reykjanesbæjar
Frá Reykjanesbæ.
Fimmtudagur 9. júlí 2020 kl. 15:02

Tilkynning frá neyðarstjórn Reykjanesbæjar

Kæru íbúar,  

Neyðarstjórn Reykjanesbæjar hvetur öll fyrirtæki og almenning til að fylgja Samfélagssáttmálanum áfram til þess að tryggja góðan árangur í sóttvörnum. Allar aðgerðir í sóttvarnarástandi hafa áhrif á daglegt líf fólks, mismikið þó en eru gerðar í þeim tilgangi að vernda einstaklingana í samfélaginu.  Sóttvarnir varða heilsu einstaklingsins en um leið hag samfélagsins alls. Við erum öll almannavarnir. 

Þrátt fyrir fjöldatakmarkanir, sóttvarnarráð og aðrar takmarkanir í samfélaginu er mikilvægt að við hlúum vel að hvort öðru og njótum fallega veðursins og sumarbirtunnar. 


Nokkur atriði sem gott er að hafa í huga: 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024
  • Bent er á að fólk eigi að gæta vel að hrein­læti, þvo hend­ur reglu­lega með sápu og nota hand­spritt. Forðast snert­ingu við augu, nef og munn. 

  • Hósta og hnerra í kreppt­an oln­boga eða í papp­ír þegar um kve­f­ein­kenni er að ræða. Forðast náið sam­neyti við ein­stak­linga með hósta og al­menn kve­f­ein­kenni. 

  • Sýna aðgát í um­gengni við al­genga snertifleti á fjöl­förn­um stöðum, s.s. hand­rið, lyftu­hnappa, snerti­skjái, greiðsluposa og hurðar­húna. 

  • Heilsa frek­ar með brosi en handa­bandi eða faðmlagi. 

  • Ef hægt er að skipuleggja fjarfundi er skynsamlegt að gera það. 

  • Nota síma og tölvupóst frekar en að ganga milli starfsstöðva, ef hægt er. 

  • Starfsmenn með undirliggjandi sjúkdóma og þeir sem eru viðkvæmir fyrir veirunni ættu að láta stjórnendur vita og kanna í samráði við þá möguleika á að draga úr hættu á smiti á vinnustað.  

  • Ef grunur um smit vaknar skal starfsmaður hafa samband við næsta yfirmann og ekki mæta til vinnu fyrr en búið er að útiloka að um smit sé að ræða. 

Sumar- og sóttvarnarkveðjur, 
Neyðarstjórn Reykjanesbæjar