Aðsent

Sykursýki og leiðir til að halda henni niðri
Janus í heilsueflingu í Reykjanesbæ.
Sunnudagur 15. nóvember 2020 kl. 07:25

Sykursýki og leiðir til að halda henni niðri

Alþjóðlegur dagur sykursjúkra er 14. nóvember. Af því tilefni fannst okkur rétt að tileinka heilsupistil vikunnar sykursýki. Efni pistilsins er sótt til Alþjóðlegu öldrunarstofnunarinnar (NIH) en sykursýki er alvarlegur sjúkdómur sem hefur áhrif á marga eldri einstaklinga, sér í lagi sykursýki af tegund 2 en hún er algengasta tegund sjúkómsins sem þróast hjá eldri einstaklingum.

Sykursýki hjá eldra fólki

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

sykursýki er alvarlegur sjúkdómur og hefur áhrif á marga eldri einstaklinga. Fólk fær sykursýki þegar glúkósinn, einnig kallaður blóðsykur, er of hár. Góðu fréttirnar eru samt þær að þú getur gert ráðstafanir til að seinka eða koma í veg fyrir sykursýki af tegund 2, sem er algengasta tegund sjúkdómsins sem þróast hjá eldri einstaklingum. Ef þú ert nú þegar með sykursýki, sama á hvaða aldri þú ert, eru til ráðstafanir sem þú getur gert til að stjórna ástandinu og koma í veg fyrir heilsufarsvandamál sem tengjast sykursýki.

Hvað er sykursýki?

þegar við borðum breytir líkaminn matnum í sykur sem kallast glúkósi. Hann gefur okkur orku og kraft fyrir daglegt líf. Til að nota glúkósann sem orku þarf líkami okkar insulin. Insúlín er hormón sem hjálpar glúkósa að komast inn í frumurnar. Ef þú ert með sykursýki þá getur líkaminn ekki framleitt nægilegt magn af insúlíni, ekki notað insúlínið á réttan hátt eða hvort tveggja. Þetta vandamál getur valdið því að of mikið af glúkósa hleðst upp í blóðinu, sem síðan með tímanum getur valdið heilsufarsvandamálum. Vægari tilfellum af tegund 2 sykursýki er sinnt af heimilslæknum sem síðan vísa sjúklingum áfram til innkirtlalækna þegar og ef meðferðin krefst aukinnar sérhæfingar.

Helstu tegundir sykursýki

við sykursýki af tegund 1 framleiðir líkaminn ekki insúlín. Þó að eldri einstaklingar geti þróað með sér sykursýki af þessu tagi byrjar það oftast hjá börnum og yngri einstaklingum, sem síðan búa við sykursýki ævilangt. Við sykursýki af tegund 2 nýtir líkaminn ekki insúlínið nægilega vel. Tegund 2 er algengasta tegund sykursýki og er oft flokkuð sem lífsstílssjúkdómur. Það kemur oftast fyrir á miðjum aldri og hjá eldri einstaklingum, en það getur einnig komið fram hjá börnum og haft áhrif á þau. Líkurnar að fá sykursýki af tegund 2 eru meiri ef þú ert of þungur, stundar ekki daglega hreyfingu, ert óvirkur, býrð við kyrrsetu lífsstíl eða hefur fjölskyldusögu um sykursýki.

NOKKRAR LEIÐIR TIL AÐ HALDA VIÐ HEILSUNNI ÞRÁTT FYRIR AÐ HAFA SYKURSÝKI:

Að kanna og fylgjast með blóðþrýstingnum.

Að fá blóðprufu að minnsta kosti einu sinni á ári til að kanna magn kólesteróls og þríglýseríða (blóðfitu). Hátt magn getur aukið hættuna á hjartasjúkdómum.

Reykingar auka áhættuna á mörgum heilsufarslegum vandamálum, þar á meðal hjartaáfalli og heilablóðfalli. Æskilegt er að láta af reykingum vegna skaðsemi þeirra.

Að fara í árlega augnskoðun.

Að kanna nýrun og nýrnastarfsemi en sykursýki getur haft áhrif á nýrun. Þvag- og blóðrannsóknir munu sýna hvort nýrun eru í lagi.

Flensusprauta á hverju ári og bóluefni gegn lungnabólgu er mikilvæg forvörn fyrir heilsuna, sér í lagi á efri árum.

Hugsaðu um tennur og tannhold og notaðu tannþráð daglega.
Láttu tannlækna athuga tannholdið tvisvar á ári til að forðast alvarleg vandamál.

Verndaðu húðina, haltu henni hreinni og notaðu rakakrem.

Hugsaðu vel um fæturna og leitaðu til húðsjúkdómalæknis eða sérfræðings á sviði húðsjúkdóma ef þú finnur fyriri eymslum eða roða í húðinni.


Frekari upplýsingar um efnið má finna í heilsupistli á slóðinni
www.janusheilsuefling.is/heilsupistill-17-sykursyki-tegund-2/

Höfundar:

Janus Guðlaugsson, PhD-íþrótta og heilsufræðingur og Anna Sigríður Jóhannsdóttir MBA og heilsuþjálfari. Þau starfa bæði hjá Janusi heilsueflingu sem sinnir heilsueflingu 65+ í Reykjanesbæ og Grindavík.