Aðsent

Opinber beiðni til fulltrúa meirihlutans í Reykjanesbæ
Sunnudagur 14. október 2018 kl. 13:18

Opinber beiðni til fulltrúa meirihlutans í Reykjanesbæ

Síðastliðinn föstudag hafnaði umhverfis- og skipulagsráð Reykjanesbæjar beiðni Verkís ehf sem fyrir hönd Stakkbergs ehf óskaði eftir að skipulags- og matslýsing yrði tekin til meðferðar samkvæmt 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Jafnframt var óskað eftir heimild til að vinna deiliskipulagsbreytingu í samræmi við ofangreinda skipulags og matslýsingu samkvæmt 2mgr. 38. gr. laganna.
 
Í ljósi þess að umhverfis- og skipulagsráð hafnaði beiðni Verkís ehf, hefur Þórður Ólafur Þórðarson stjórnarformaður Stakksberg ehf óskað eftir fundi með bæjarstjórn Reykjanesbæjar mánudaginn 15.okt. 
 
Ef til þessa fundar kemur förum við, fulltrúar íbúasamtakanna Andstæðingar stóriðju í Helguvík fram á að vera viðstaddir þann fund ásamt lögmanni samtakanna, Páli Rúnari M. Kristjánssyni.
 
Við hjá ASH teljum það vera mikilvægt fyrir hagsmuni samtakanna að fá að taka þátt í umræddum fundi ef af honum verður. Samtökin hafa komið þeirri ósk á framfæri við fulltrúa meirihlutans í bæjarstjórn.
 
Einar M Atlason
Formaður ASH.
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024