Nettó
Nettó

Aðsent

Ódýr og örugg leiga
Föstudagur 18. maí 2018 kl. 15:11

Ódýr og örugg leiga

Við í Lista Grindvíkinga leggjum ríka áherslu á að í boði verði ódýrar leiguíbúðir og höfum þar helst í huga þá tekjulægri í sveitarfélaginu. Hugmynd okkar gengur út á það að bæði ríki og sveitarfélag leggi til fjármagn í verkefnið sem stofnframlag. Áætlað er að heildarhlutur ríkis og sveitarfélags séu á bilinu 30-34% en það fer eftir húsnæðisþörfinni í Grindavík. Það hlutfall sem eftir stendur mun síðan heyra undir þá sjálfseignarstofnun sem tekur þátt í verkefninu og er rekin án hagnaðarmarkmiða.  Hugmynd okkar í G-listanum er að byrja á byggingu 10 íbúða sem væru 85 fermetrar að stærð með þremur svefnherbergjum. Greiðslubyrgði fer aldrei yfir 25% af heildartekjum leigjanda að teknu tilliti til húsnæðisbóta. Við í G-listanum viljum að Grindavíkurbær kaupi tvær af þessum íbúðum og noti í félagsþjónustuna. Eitt af okkar fyrstu verkefnum, komumst við í bæjarstjórn, verður að taka frá lóð fyrir verkefnið og hefjast handa strax. 
Treystið okkur áfram til góðra verka og setjið x við G á kjördag!
 
Kristín María Birgisdóttir
1. sæti á Lista Grindvíkinga

Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson
2. sæti á Lista Grindvíkinga​
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs