Leikfélag Keflavíkur
Leikfélag Keflavíkur

Aðsent

Nýja heilsugæslustöð
Fimmtudagur 20. febrúar 2020 kl. 04:08

Nýja heilsugæslustöð

Sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa undanfarin ár haldið á lofti þeim órétti sem íbúar á Suðurnesjum þurfa að búa við þegar kemur að framlagi ríkisins til þeirra stofnana sem ríkið rekur og ber ábyrgð á hér á Suðurnesjum. Gildir þá einu hvort um er að ræða framlög til heilbrigðismála, löggæslu eða fræðslumála. Samkvæmt þeim upplýsingum sem hafa fengist styðst ríkið við úrelt vinnulag þegar kemur að útdeilingu framlaga til landshluta. Ekki er verið að taka tillit til þeirra miklu íbúafjölgunar sem hér hefur orðið en fjölgað hefur um rúmlega sex þúsunds manns á Suðurnesjum frá 2013, sem er álíka fjöldi og býr á Vestfjörðum.

Hvergi hefur verið tekið tillit til þeirrar miklu fjölgunar þegar kemur að framlögum ríkisins til Suðurnesja.

Public deli
Public deli

Heilsugæslan

Við Suðurnesjamenn höfum að undanförnu mátt þola það að sjúkrahúshluti Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja hefur verið skorinn niður og íbúum gert að leita eftir þjónustu inn á höfuðborgarsvæðið. Þá er nánast ógerningur að fá tíma á HSS á meðan veikindi vara, nema þá að leita til móttöku utan dagvinnutíma og sæta því að bíða lengi fyrir helmingi hærra verð. Þá hafa íbúar Suðurnesja ekki haft heimilislækni í fjöldamörg ár.

Nýja heilsugæslustöð strax

Á höfuðborgarsvæðinu búa u.þ.b. 230 þúsund manns og þar eru starfandi nítján heilsugæslustöðvar. Það þýðir að rúmlega tólf þúsund manns eru um um hverja heilsugæslustöð.

Á Suðurnesjum búa hins vegar u.þ.b. 26 þúsund manns og hér er bara ein heilsugæslustöð.

Þá eru ótaldir þeir farþegar sem koma með flugi til landsins og þurfa að leita til HSS eftir þjónustu.

Við erum nú að byggja upp nýtt hverfi í Innri-Njarðvík og þar munu búa þúsundir íbúa. Það væri alveg tilvalið að koma fyrir nýrri heilsugæslustöð þar og jafna þar með stöðu okkar og íbúa höfuðborgarsvæðins.
Krafa okkar á því að vera – Nýja heilsugæslustöð strax.

Guðbrandur Einarsson,
bæjarfulltrúi og oddviti Beinnar leiðar.