Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Aðsent

Heilsueflandi grunnskólar í Reykjanesbæ
Föstudagur 11. júní 2021 kl. 10:24

Heilsueflandi grunnskólar í Reykjanesbæ

Allir skólastórnendur og kennarar grunnskólanna í Reykjanesbæ fá stórt hrós fyrir að hefja þá vegferð í vetur að að allir skólarnir verði heilsueflandi grunnskólar. Undanfarin ár hafa ótal verkefni komið á borð skólanna og eru þau misstór og sum þung og  umfangsmikil en verkefnið heilsueflandi grunnskólar er verkefni sem hefur áhrif á alla. Heilsueflandi grunnskóla er ætlað að styðja skóla í að vinna markvisst að heilsueflingu í starfi sínu. Skapa skólaumhverfi sem stuðlar að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag.

Heilsueflandi skólar hafa átta áhersluþætti en sérstök áhersla er lögð á að vinna með þessa lykilþætti sem tengjast skólastarfinu. Þessir þættir eru; nemendur, nærsamfélag, hreyfing og öryggi, mataræði og tannheilsa, heimili, geðrækt, lífsleikni og starfsfólk. Skólasamfélagið allt tekur þátt í að móta stefnuna og jafnvel fleiri. Skólarnir eru allir með ábyrgðarmenn og er stefnan samtvinnuð skólastarfinu. Einnig er heilbrigðisfræðsla í skólunum á vegum skólaheilsugæslunnar sem foreldrar þekkja og er námsefnið 6H kennt um heilsu. Á dögunum sóttu skólarnir um styrk upp á 700.000 krónur í forvarnasjóð hjá íþrótta og tómstundaráði Reykjanesbæjar og fengu þeir útlhlutað þennan góða styrk til að nota í verkefnið næsta vetur. Lýðheilsufulltrúi Reykjanesbæjar starfar með skólunum að verkefninu um heilsueflandi skóla og verður gaman að fylgjast með næsta vetur þegar verður hægt að fara af meiri krafti inn í heilsueflandi verkefni sem efla lýðheilsu allra og fylgja vel eftir því að Reykjanesbær er heilsueflandi samfélag.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Anna Sigríður Jóhannesdóttir,
aðalmaður í lýðheilsuráði og bæjarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ.