Nettó
Nettó

Aðsent

Ert þú manneskjan sem við leitum að?
Föstudagur 23. nóvember 2018 kl. 10:19

Ert þú manneskjan sem við leitum að?

Knattspyrnudeild Keflavíkur óskar eftir aðilum til að sjá um getraunastarf fyrir félagið og halda utan um hópleik á laugardagsmorgnum milli kl 10 og 12 á efri hæð Blue hallarinnar við Sunnubraut.
 
Getraunastarf er mikilvæg fjáröflun auk þess sem í því felast miklir möguleikar hvað varðar eflingu á félagsstarfi. Margir tala um hve gaman þeir höfðu af öflugu getraunastarfi hér á árum áður þegar það var fastur liður að fara að tippa í K húsinu, sýna sig og sjá aðra, fá sér kaffisopa og brauðmeti, ræða málin og freista þess að græða milljónir með því einu að hafa vit á fótbolta. Knattspyrnudeildin freistar þess nú að endurvekja þessa stemningu.
 
Hér er um að ræða tækifæri á að skila mjög mikilvægu og vel metnu framlagi til félagsins.
 
Ýmis hlunnindi í boði fyrir vel unnið starf, bæði frá Keflavík og KSÍ, sem gætu komið á óvart.
 
Áhugasamir hafi samband við Jónas Guðna, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar í síma 848 3982 eða með facebook skilaboðum.
 
Athugið vel að ekki er útilokað að skipuleggja teymi sem tæki starfsemina að sér, svo einstaklingur þurfi ekki að binda sig alla laugardagsmorgna.
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs