Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Aðsent

Blóð bjargar lífi – þú bjargar blóðinu!
Ritstjórn
Ritstjórn skrifar
miðvikudaginn 9. október 2019 kl. 06:00

Blóð bjargar lífi – þú bjargar blóðinu!

Næsta þriðjudag, 15. október, verður starfsfólk Blóðbankans með blóðsöfnun í Reykjanesbæ.

Góðu sumri er lokið og vonandi eru allir hressir, hraustir og kátir og tilbúnir að taka á móti haustinu. Það er góð aðferð að bjóða öðrum að njóta góðrar heilsu sjálfs sín og láta gott af sér renna (leiða) með blóðgjöf.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Undirritaður blóðgjafi og velunnari Blóðbankans, blóðgjafa og allra sem þarfnast blóðs til að bæta heilsu sína skorar á velviljaða blóðgjafa, að gefa beint frá hjartanu, lífgjöf sem margir taka á móti með þakklæti.

Blóðbankabíllinn verður opinn frá klukkan 10:00 til kl. 17:00 fyrir framan Kentucky Fried Chicken.

Allir eru velkomnir vanir og byrjandi blóðgjafar. Áreynslulítið er að gefa blóð og það tekur það bil 15 mínútur, stundarfjórðung. Starfsfólk Blóðbankans tekur vel á móti blóðgjöfum.

Það er létt að láta gott af sér leiða með þessum hætti.. Sjúkir, slasaðir og þeir sem berjast við krabbamein og aðra sjúkdóma njóta góðs af fórnfýsi blóðgjafanna. Heilbrigðiskerfið,viðskiptavinir þess og aðstandendur þér þakklát ágæti blóðgjafi.

Blóðgjafar geta allir, sem eru hraustir og standast kröfur Blóðbankans, verið á aldrinum 18 til 65 ára gamlir.

Komdu í Blóðbankabílinn, legðu lífinu lið og gefðu beint frá hjartanu. Það er góð tilfinning að gefa blóð.

Með því að gefa blóð bjargar þú mörgum og léttir Þeim lífið.

Blóðgjafakveðja,
Ólafur Helgi Kjartansson
Lögreglustjóri og blóðgjafi