Optical Studio
Optical Studio

Aðsent

Andstæðingar stóriðju í Helguvík spyrja bæjarstjórn um kísilver
Miðvikudagur 27. júní 2018 kl. 18:03

Andstæðingar stóriðju í Helguvík spyrja bæjarstjórn um kísilver

Spurningar til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hvað varðar kísilver Stakksbergs í Helguvík.
 
Í Matsskýrslu Stakksbergs á bls. 18 segir: „Pökkunarhús verksmiðjunnar er 6,4 m yfir leyfilegum hæðarmörkum sem sett voru í deiliskipulaginu og jafnframt að hluta til utan byggingarreits. Fleiri byggingarhlutar eru einnig utan byggingarreita, sjá Mynd 5.3. Einnig hefur komið í ljós að það deiliskipulag sem tók gildi er nokkuð frábrugðið því deiliskipulagi sem auglýst var og kynnt fyrir almenningi“. Þeir segja einnig í skýrslunni að „Samfara mati á umhverfisáhrifum vegna breyttrar framkvæmdar kísilverksmiðjunnar verður óskað eftir samstarfi við sveitarfélagið um að breyta núverandi deiliskipulagi þannig að starfsemi verksmiðjunnar sé samkvæmt skipulagi. Einnig kemur til greina að aðlaga starfsemina að deiliskipulaginu þar sem það er mögulegt.“
 
Númer 1. Spurning til bæjarstjórnar: 
 
Ætlar sveitarfélagið Reykjanesbær að breyta deiliskipulagi þannig að starfsemi á verksmiðjunnar sé samkvæmt skipulagi eins og kemur fram hér í textanum að ofan?
 
Númer 2. Spurning til bæjarstjórnar: 
 
Leyfir deiliskipulag Reykjanesbæjar að verksmiðja Stakksbergs (fyrrverandi United Silicon) stækki og reisi ný mannvirki á lóð kísilverksmiðjunnar í ljósi þess að verksmiðjan er utan hins leyfilega byggingarreits eins og kemur fram í matsskýrslunni?
 
Á bls. 35. Kynning og samráð, segir: „Fulltrúar framkvæmdaaðila hafa kynnt áform um undirbúning endurræsingar verksmiðjunnar á fundum með Skipulagsstofnun og fulltrúum nýs meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar.“
 
Númer 3. Spurning til bæjarstjórnar:
 
Í ljósi þess sem kemur fram í textanum hér að ofan að bæjarstjórn er búin að fá kynningu á áformum Stakksbergs hvað varðar kísilverksmiðjuna. Væri þá ekki tilvalið að upplýsa bæjarbúa hvaða kröfur þeir gera og hvað bæjarstjórn getur gert til að sporna við því að verksmiðjan fái fótfestu í okkar bæjarfélagi.
 
Það þarf að fá svar við þessum spurningum kæru bæjarfulltrúar.
 
Fyrir hönd ASH,
Andstæðingar stóriðju í Helguvík,
Margrét S Þórólfsdóttir og Ragnhildur L Guðmundsdóttir
Ljósmyndastofa Oddgeirs
Ljósmyndastofa Oddgeirs