Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Aðsent

Af pólitískum svikum í Reykjanesbæ
Föstudagur 14. september 2018 kl. 09:57

Af pólitískum svikum í Reykjanesbæ

Á síðasta bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ gerðust þau tíðindi að oddviti Frjáls afls, Gunnar Þórarinsson, bæjarfulltrúi, gekk í eina sæng með Sjálfstæðisflokknum og ekki var betur séð en að hlýtt hafi verið undir hjónasænginni. Sjálfstæðisflokkurinn tók þessum gamla félaga sínum opnum örmum. Félaga sem hafði meirihlutann af flokknum á sínum tíma og kostaði þáverandi oddvita, Árna Sigfússon, bæjarstjórastólinn

Forsaga málsins er þessi:

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Að loknum kosningum í vor leitaði oddviti Frjáls afls til Miðflokksins um samstarf um skipan í nefndir á vegum bæjarins. Úr varð að þessir tveir flokkar ákváðu að gera með sér skriflegt samkomulag og skipta með sér setu í nefndum. Í því fellst m.a. að Frálst afl fékk fulltrúa í bæjarráð fyrstu tvö ár kjörtímabilsins og Miðflokkurinn seinni tvö árin. Þetta var nauðsynlegt vegna ríkjandi nefndarfyrirkomulags samkvæmt bæjarmálasamþykkt. Fyrirkomulagið er ólýðræðislegt og gamaldags í ljósi þess að flokkum hefur fjölgað í bæjarstjórn og hefur Miðflokkurinn barist fyrir breytingum á því.

Oddviti Frjáls afls hefur nú rofið samkomulagið við Miðflokkinn og samið við Sjálfstæðisflokkinn um setu í þremur nýjum nefndum. Þessi undarlega og jafnframt óheiðarlega framkoma oddvitans er einsdæmi og hefur gert það að verkum að Miðflokkurinn fær ekkert sæti í þessum nýju nefndum, þar á meðal í framtíðarnefnd.

Á bæjarstjórnarfundinum lýsti ég yfir vanþóknun minni á framgöngu oddvitans í málinu. Ekki verður annað séð en tilgangur hans og Sjálfstæðisflokksins hafi verið að koma í veg fyrir að Miðflokkurinn fengi sæti í nefndunum.

Miðflokkurinn fékk 13% atkvæða í kosningunum en Frjálst afl rétt rúm 8%. Reyndar má velta því fyrir sér hvort að Frjálst afl hefði yfir höfuð fengið bæjarfulltrúa í kosningunum ef kjósendur flokksins hefðu vitað að hann myndi hlaupa strax undir sængina hjá Sjálfstæðisflokknum.

Ég fullyrði að framkoma sú sem hér hefur verið lýst fellur íbúum í okkar ágæta bæjarfélagi ekki í geð. Allir flokkar eiga að eiga sæti í framtíðarnefnd Reykjanesbæjar og samninga ber að virða.

Margrét Þórarinsdóttir,
bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ