VF í 30 ár: Vogadrengurinn enn á ferð - Hefur stolið 20-30 bílum

14 ára bílþjófur á ferðinni

Í ágúst árið 1985 var birt frétt í Víkurfréttum þar sem sagði frá 14 ára kræfum bílþjófi. Pilturinn sá var nefndur Vogadrengurinn í Víkurfréttum. Á hann að hafa stolið á milli 20 og 30 bifreiðum á fyrri hluta árs 1985. Segir í fréttinni að þótt ótrúlegt megi virðast þá hafi pilturinn sloppið að mestu við að skemma bifreiðarnar.

Í einni hrinunni stal pilturinn fjórum bfreiðum sama daginn. Fyrst í Keflavík þar sem hann ók til Reykjavíkur, þar stal hann annari bifreið og hélt til Hafnarfjarðar. Þar stal pilturinn svo tveimur bifreiðum til viðbótar.

Eftir að Vogadrengurinn var gómaður var honum komið í harða gæslu og þótti líklegt að hann yrði sendur í sveit í framhaldinu.

Hér að neðan má lesa fréttina sem birtist þann 15. ágúst árið 1985 í Víkurfréttum.