VF í 30 ár: Óskar Örn neitar að færa sig

Knattspyrnukappinn Óskar Örn Hauksson birtist á forsíðu Víkurfrétta þann 15. nóvember árið 1990. Kappinn var líklega um sex ára gamall og var staddur á bryggjunni í Njarðvík. Ljósmyndari Víkurfrétta smellti þessari krúttlegu mynd af Óskari og fylgdi þessi texti myndinni: „Heyrðu manni veistu ekki að þetta er frátekið pláss fyrir mig og ég ætla sko ekki að færa mig, þó svo að þú viljir sitja hérna,“ gæti strákurinn verið að segja á myndinni.“

Óskar Örn leikur nú hjá KR í Pepsi-deild karla í knattspyrnu. Óskar hóf ferilinn hjá Njarðvík og lék m.a. með Grindavík áður en hann hélt í höfuðborgina.