VF í 30 ár: Ógnuðu hlaðmönnum með öflugum herrifflum

Ruddaskapur, valdníðsla og mikilmennskubrjálæði.

Fjórum starfsmönnum hjá hlaðdeild Flugleiða var haldið í vörslu varnarliðsmanna og ógnað með byssum eftir að þeir höfðu ekið inn á svæði þar sem þeim var óheimilt að vera. Frá þessu er greint í Víkurfréttum þann 10. september árið 1998. Starfsmennirnir höfðu óvart ekið á bannsvæði sem merkt var með rauðum línum á jörðinni og brugðust hermennirnir harkalega við og var þeim heitt í hamsi.

Gísli Grétar Bjarnason var einn af starfsmönnum hlaðdeildar sem tekinn var höndum þennan dag. Hann skrifaði opið bréf til forráðamanna Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Það má lesa hér að neðan. Þar segir hann m.a. að hermennirnir hafi sýnt ruddaskap, valdníðslu og mikilmennskubrjálæði.