VF í 30 ár: Kastljósdrottningin og Sæmundur sópuðu að sér verðlaunum

Í tölublaði Víkurfrétta þann 5. júní árið 1997 kennir ýmissa grasa. Þar er meðal annars fjallað um Keflavíkurliðið í fótbolta sem var með fullt hús stiga eftir 4 leiki. Þjálfarar liðsins, þeir Gunnar Oddson og Sigurður Björgvinsson höfðu heitið því að láta hárið fjúka ef 12 stig kæmu í hús áður en hlé yrði gert á mótinu og það stóð heima.

Einnig er fjalla um útskrift úr Holtaskóla þar sem Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Kastljósdrottning með meiru, lét mikið að sér kveða. Sæmundur Jón Oddson sem nú er menntaður læknir og er búsettur í Svíþjóð útskrifaðist með hæstu meðaleinkunn úr samræmdu prófunum og hlaut fjölda verðlauna. Einnig voru Sæmundur og Ragnhildur Steinunn íþróttafólk skólans enda liðtæk á sínu sviði, Sæmundur í körfuboltanum og Ragnhildur í fimleikum.

Hárið fýkur af Gunnari Oddssyni árið 1997