VF í 30 ár: Heimsmeistarar Frakka árituðu bolta fyrir Ragga

Knattspyrnumaðurinn Ragnar Margeirsson heitinn kom syni sínum heldur betur á óvart þegar heimsmeistarar Frakka í knattspyrnu, voru staddir á Íslandi árið 1998. Ragnar gaf syni sínum, Ragnari Aroni, bolta sem áritaður var með nöfnum allra liðsmanna Frakklands sem var stjörnum prýtt á þessum tíma. Ekki nóg með það heldur fékk Ragnar yngri að fara upp í flugstöð ásamt Margréti Láru systur sinni og hitta stjörnur franska liðsins, en m.a. voru þarna leikmenn á borð við Zinedine Zidane, Robert Pires, Fabien Bartez, Dider Deschamps, Youri Djorkaeff og Lilian Thuram. Íslendingar gerðu sér lítið fyrir og náðu 1-1 jafntefli í sögufrægum leik skömmu áður.

Víkurfréttir hittu þá feðga á sínum tíma og smelltiu mynd af þeim en hér að neðan má sjá fréttina sem birtist í Víkurfréttum þann 17. september 1998.

Á einni myndinni má sjá Ragnar og Láru ásamt goðsögninni Zinedine Zidane.