VF í 30 ár: Gæzlan kemur ekki

Gæzlan kemur ekki. Segir á forsíðu Víkurfrétta þann 30. nóvember árið 1995. Hjálmar Árnason þáverandi þingmaður hafði skömmu áður sett fram fyrirspurn á Alþingi, þar sem hann velti því upp hvort höfuðstöðvar Landhelgisgæslunnar yrðu fluttar til Suðurnesja. Hjálmar var ekki sáttur við þau svör Þorsteins Pálssonar, Dómsmálaráðherra að Suðurnesin væru ekki talinn fýsilegur kostur, enda hefði sérstök nefnd sem skipuð var af forsætisráðherra árið 1993, talið svo vera. Nefndin sú færði rök fyrir því að Gæslunni m.a. væri betur komið á Suðurnesjum en innst í Faxaflóanum.

Í seinni tíð hefur þessi kostur margoft verið ræddur. Margir hafa viðrað þá skoðun að Landhelgisgæslan eigi hvergi betur heima en á Suðurnesjum. Ekkert hefur þó verið gert í þeim málum, ekki árið 1995 og ekki til dagsins í dag. Hér að neðan má sjá frétt sem birtist í Víkurfréttum þennan dag. Einnig er fjallað um málið á forsíðu blaðsins sem sjá má hér að ofan.

eythor@vf.is