VF í 30 ár: Forsetinn opnar Bláa LóniðBláa Lónið opnaði nýja og glæsilega aðstöðu sína í Júlímánuði árið 1999. Fyrstu opnunarhelgina gerðu 10 þúsund manns sér ferð til þess að baða sig og njóta veitinga í þessu stórbrotna umhverfi sem hýsir vinsælasta ferðamannastað á landinu. Ólafur Ragnar Grímsson var forseti Íslands á þeim tíma líkt og nú, en hann vígði nýja Lónið. Hann sagði þessa glæsilegu heilsulind vera merki um dug og áræðni Suðurnesjamanna. „Enn á ný hefur sannast að hér býr vösk sveit frumkvöðla,“ sagði forsetinn í ræðu sinni árið 1999 við opnunarathöfnina.

Frá þessu er greint í Víkurfréttum þann 22. júlí og prýðir stór mynd af Bláa Lóninu forsíðu blaðsins ásamt mynd af Ólafi Ragnari, Eðvarði Júlíussyni og Grími Sæmundsen.