Upphaf „ferðamannaiðnaðar“ á Suðurnesjum

Í maí 1986 birtist forsíðufrétt á Víkurfréttum undir fyrirsögninni „Upphaf ferðamannaiðnaðar á Suðurnesjum?“. Í þá daga var talað um ferðamannaiðnað í stað ferðaþjónustu eins og verið væri að framleiða ferðmenn á færiböndum í verksmiðjum.

Það er því tiltölulega stutt síðan þessi atvinnugrein fór að þróast á Suðurnesjum en fram að því hafði fólk haft öðrum hnöppum að hneppa, s.s. við fiskvinnslu og vinnu hjá varnarliðinu.

Í fréttinni segir af erlendum stangveiðimönnum sem komu hingað til stangveiða. Er þess getið í fréttinni að þarna sé um mjög merkilegan atburð að ræða!