Þegar Nonni Steinku fann uglu á golfvellinum

„Ég var á vetrargöngu í Leirunni sem oftar þegar ég rakst á dauða uglu við 4. flötina. Mér fannst ómögulegt að skilja hana eftir þarna og tók hana með mér heim. Eftir eitt símtal til Náttúrufræðistofnunar um það hvort mér væri leyfilegt að láta stoppa fuglinn upp ákvað ég að gera það,“ sagði Jón Jóhannsson, fyrrverandi forstöðumaður hjá Reykjanesbæ í viðtali við Helgarblað Víkurfrétta fyrir áratug síðan. Við rifjum hér upp einn af mörgum gömlum málum í 30 ára sögu Víkurfrétta.

Í greininni kemur fram að dýra- og fuglalíf er mikið í Leirunni og það þekki kylfingar af góðri raun. Þeir njóta fuglasöngs á sumrin en svo eru óskemmtilegri dýr eins og minnkurinn í talsverðu magni í fjörunni. Undir það tekur Nonni Steinku í viðtalinu eins og Jón er iðulega kallaður en hann fékk einnig viðurnefnið „Marka Jón“ því hann var mjög markheppinn með knattspynuliði Keflavíkur fyrr á árum.