Stórsigur fyrir Suðurnesjamenn

Þannig hljóðar fyrirsögn á forsíðu Víkurfrétta þann 10. september 1992. Sigurinn umræddi fólst í umráðarétti yfir aflakvóta af Steindóri GK sem strandaði undir Krýsuvíkurbjargi árið áður.
Á forsíðunni er einnig greint frá núningi bæjaryfirvalda í Sandgerði og Keflavík vegna dvalarheimila aldraðra og greinilegt er á fréttinni að nokkur kergja hefur hlaupið í málið.
Þá er einnig greint frá opnun Víðihlíðar í Grindavík sem voru viss tímamót í málefnum aldraðra.