Pulsurnar hans Villa ekki með ypsiloni

Víkurfréttir greindu frá skemmtilegu máli á upphafsdögum þess árið 1983 og rifjuðu það upp í tíu ára afmælisblaði. Vilberg Skúlason, - Villi pulsa – eins og hann hefur alla tíð verið kallaður (og er enn) merkti pulsuvagninn sinn með „u“ í nafninu.