Ófremdarástand í símamálum

Víkurfréttir greina frá ófremdarástandi í símamálum á Suðurnesjum í febrúar 1984. Þá voru farsímar eins og við þekkjum þá í dag eitthvað sem fólk hafði eingöngu séð í vísindaskáldsögum. Símkerfið annaði ekki álaginu og varð tilefni umræðna á Alþingi.

Þá hefur loðnuvertíðin staðið sem hæst eins og sjá má og Elli Skúla stefnt hafnarmálastjóra. Og neyðarnúmerið á þessum tíma var þrjú núll sem nota átti í neyð ef ekki næðist í lögreglu eða slökkvitið ef marka má spurningu dagsins.