Öflugar þríkrækjur skemma lax

Í dag eru allar bryggjur við Faxaflóa fullar af veiðimönnum sem veiða makríl eins og enginn sé morgundagurinn. Makrílveiðin þekktist ekki fyrir 16 árum þegar feður þeirra sem nú stunda veiðar við bryggjuna voru með öflugar þríkrækjur að reyna að næla í lax sem gekk inn í höfnina í Keflavík.
Laxinn gekk í laxeldisstöð undir Vogastapa og reyndist illa særður eftir þríkrækjurnar. Fjallað var um veiðarnar á baksíðu Víkurfrétta 14. júlí 1994 eins og sjá má í meðfylgjandi úrklippu.