Ný sundmiðstöð og fimm stafa símanúmer

Víkurfréttir greina frá vígslu nýrrar sundmiðstöðvar þann 8. mars 1990. Þessu nýja mannvirki var tekið fagnandi af sundiðkendum og enda öll aðstaða byltingakennd í samanburði við það sem gamla sundlauginn á Framnesveginum hafði upp á bjóða. Hún hafði þó þjónað hlutverki sínu vel í gegnum árin. Á máli fólks í heita pottinum mátti heyra að fólk bar sterkar taugar til hennar. Þar höfðu Keflavíkingar lært sund kynslóð fram af kynslóð og fastagestir í heita pottinum bundist vináttuböndum.
Nýju sundmiðstöðinni var ekki síst fagnað af félögum í Sundfélaginu Suðurnes sem nú gátu æft keppnissund í alvöru 25 metra laug. Enda leið ekki á löngu uns Suðurnesja-sundfólk var komið í fremstu röð í íþróttinni hér á landi.

Sundlaugin fékk nýtt símanúmer við þessi tímamót og á þessum tíma var það fimm stafa, 11500.