Maggi spennti vöðvana

Að þessu sinni kíkjum við á forsíðu Víkurfrétta frá júní 1985. Á myndinni er júdókappinn Magnús Hauksson að spenna vöðvana en hann stundaði vaxtarrækt af miklum móð á þessum tíma. Maggi stundar enn júdó eins og enginn sé morgundagurinn og þjálfar júdómenn í Vogum.
Þá er greint frá því að sjúkrahúsið í Keflavík verði að skerða þjónustu við íbúana samkvæmt skipun stjórnvalda um hagræðingu í rekstri. Það er svo sem ekki gamlar fréttir eins og öllum er kunnugt um.