Látnir kyssa haus af dauðu svíni

Þessi fyrirsögn er ein sú frægasta í útgáfusögu Víkurfrétta en hún birtist á forsíðu blaðsins þann 20. september 1990 eða árið sem Víkurfréttir urðu 10 ára. Þessi snilldarlega orðaða fyrirsögn komst meira að segja í bókina Málkrókar eftir málfræðinginn Mörð Árnason. Við fyrsta lestur gæti fyrirsögnin gefið til kynna að uppvakningar hefðu verið að framkvæmda einhverskonar athöfn samkvæmt galdraritúali. Ekki var það nú svo heldur var verið að greina frá árlegri busavígslu í FS þar sem nýnemar voru látnir kyssa haus af dauðu svíni en þeir þurfa jú yfirleitt að leggja á sig ýmislegt miður huggulegt til að hljóta náð í samfélagi eldri nemenda.

Fréttin til hliðar á síðunni er alveg kostuleg. Þar greinir frá manni sem öfurölvi lenti í ýmsum mannraunum í Hafnarfirði. Skreið hann um borð í flutningaskip til að leita skjóls og vaknaði lengst á hafi úti á leið til Portúgal.