Körfuboltakani latur og pöbbaglaður

Í gegnum tíðina hefur á ýmsu gengið hjá körfuboltaliðum þegar þau hafa fengið útlendinga til liðs við sig. Það hefur t.d. mætt á Guðjóni Skúlasyni, þjálfara Keflavíkur sem hefur verið með meiddan útlending og liðið tapað þremur síðustu leikjum.


Í tilefni 30 ára útgáfuafmælis VF höfum við flett gömlum blöðum og þessi skemmtilega grein var einmitt um körfubolta-útlending haustið 1999.


Hún fjallar um Kanann Purnell Perry en hann var sendur heim því hann tók aldrei á því á æfingum, vissi allt betur en allir aðrir og í þokkabót virti henn engar reglur og var svo góður viðskiptavinur á skemmtistöðum bæjarins. Og hvað? Auðvitað rekinn með skít og skömm!


Við látum íþróttasíðuna í blaðinu fyrir ellefu árum síðan fylgja. Þarnar er hægt að rýna í fleiri fréttir úr körfuboltanum, m.a. um Birnu Valgarðsdóttur og Gunnar Einarsson en þau eru bæði á fullri ferð ennþá. Þá er þarna mynd af Önnu Maríu Sveinsdóttur og Birgi Bragasyni en sá síðarnefndi er enn við stjórnvölinn hjá körfuboltadeild Keflavíkur. Geri aðrir betur!