Keflavíkurklippingin slær í gegn

Sundkappar merktu sig vel fyrir mót

Sumarið 1995 var vinsælasta hárgreiðslan í Keflavík fremur óhefðbundin. Unga fólkið á þeim tíma sýndi félagsliði sínu augljóslega alvöru stuðning og létu merkja sig liðinu sínu. Eins og sést á þessum myndum voru þrír sundkappar, þeir Guðjón Kjartanson, Eyjólfur Alexandersson og Steinar Örn Steinarsson vel merktir fyrir sundmót þar sem þeir kepptu fyrir hönd Sunddeildar Keflavíkur. Þeir höfðu farið til rakarans og látið raka Keflavíkurmerkið á hnakkann. Nú til dags fer unga fólkið hefðbundnari leiðir og málar í mesta lagi á sig félagslitina á kinnarnar fyrir mót.