Kattasmölun á aðalfundi SSS

Í tilefni af nýafstöðnum aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum er gaman að rifja upp sögulegan og eftirminnilegan aðalfund sambandsins frá árinu 1993. Þar gekk illa að koma ályktunum í gegn þar sem framvindan á fundinum líktist einna helst því sem menn hafa kallað kattasmölun ónefnds stjórnmálaleiðtoga hér á landi. Frá þessu er greint á forsíðu 14. tölublaðs Víkurfrétta þetta sama ár. 

Þá er greint frá því að lögreglumenn úr Keflavík hafi leyst upp unglingapartíi í heimahúsi í Keflavík. Þar var fjölmennt eins og á skemmtistað því á bilinu 60 til 70 ungmennum var vísað út úr húsinu.