Hrollvekjandi forsíðufrétt af draugagangi

Í lok apríl 1993 greina Víkurfréttir frá því á forsíðu blaðsins að draugur haldi til í beitningaskúr á Suðurnesjum. Fólk fór að finna fyrir ýmsum ónotum þegar það var statt í skúrnum þá um veturinn. Það var svo um mánaðamótin mars-apríl að draugsi birtist ljóslifandi  starfsmanni sem var við vinnu sína í skúrnum.
Blaðið hefur eftir kunnugum að draugurinn hafi verið sjómaður sem fórst í sjóslysi nokkrum áratugum á undan.