Hafnarfjörður, nei takk!

Þannig hljóðar fimm dálka fyrirsögn á forsíðu Víkurfrétta í byrjun maí 1989. Tilefnið var afgreiðsla Alþingis á frumvarpi til laga um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði. Það hafði þá breytingu í för með sér að varnarþing Keflavíkur var lagt undir Héraðsdóm Reykjaness.
Töldu bæjarfulltrúar slíka skipan dómsmála torvelda íbúum bæjarins að neyta réttar síns. Þá brytu slík áform mjög alvarlega í bága við hugmyndir um samstarf og sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum.

Eins og flestir vita varð gekk þessi breyting í gegn. Keflavík, Njarðvík og Hafnir sameinuðust síðar og urðu Reykjanesbær.