Fastur bátur og elskhugi

Á baksíðu Víkurfrétta þann 5. febrúar 1987 greinir frá óheppnum elskhuga sem hafði handjárnað sig við rekkjunaut sinn „í ákveðinni stellingu til að framkvæmda ákveðnar athafnir,“ eins og segir orðrétt í fréttinni. Þurfti að kalla til lögreglu til að losa elskhugann úr þessum pínlegu aðstæðum.

En það voru fleiri sem sátu fastir því greint er frá því að Skúmur GK hafi strandað við Hópsnes í Grindavík eftir að stýri bátsins bilaði. Öllum skipsverjum var bjargað frá borði. Þá er jafnframt greint frá fleiri bátum sem lentu í vandræðum um svipað leyti.