Dorrit Moussaieff fær óblíðar móttökur á Víkurfréttum

Dorrit Moussaieff forsetafrú fékk heldur óblíðar móttökur hjá umbrotsmanni Víkurfrétta árið 1999. Tímarit Víkurfrétta, sem gefið var út í fyrsta skipti árið 1999 birti myndasyrpu frá opnun Bláa lónsins á nýjum stað í glæsilegu umhverfi. Ólafur Ragnar, forseti Íslands, mætti í opnunarhófið og í föruneyti hans var myndarleg dökkhærð kona með alveg risastóran trefil. Konan var alltaf að flækjast inni á öllum myndum Halldórs Rósmundar, ljósmyndara Víkurfrétta.

Þegar kom að því að setja myndirnar í blaðið ákvað umbrotsmaðurinn að klippa konuna í burtu, enda horfði hún ekki einu sinni í myndavélina.

Tímarit Víkurfrétta var vart komið úr prentun þegar símhringingum tók að rigna inn frá „hinum stóru“ fjölmiðlunum. Spurningin var: „Eigið þið nokkuð mynd af Ólafi Ragnari með Dorrit Moussaieff, sem eins og sagan sýnir, varð forsetafrú...