Breyttir tímar

Hugsanlegur íkveikjufaraldur í Keflavík, nýtt Heiðarverfi og mengun frá Gúanóinu eða Fiskiðjunni í Keflavík er umfjöllunarefnið á forsíðu Víkurfrétta 27. maí 1981. Auk þess er fjallað um undirbúning að Sjómannadeginum í Keflavík.

En tímarnir breytast og mennirnir með. Heiðarhverfi er löngu risið, gúanóið farið og Sjómannadaginn vart svipur hjá sjón við hliðina á því sem áður var þegar bæjarbúar þyrptust niður á bryggju til hátíðarhalda. Líklega fikta þó einhverjir með eldspýtur ennþá.