Beðið eftir nýju íþróttahúsi

Fólk beið spennt eftir nýju íþróttahúsi í Keflavík á haustdögum 1980 eða fyrir 30 árum. Húsið varð mikil lyftistöng fyrir íþróttaiðkun í bæjarfélaginu sem fram að þessu hafði farið fram í íþróttahúsinu í Myllubakkaskóla sem orðið var allt of lítið. Frá þessu er greint á forsíðu Víkurfrétta 23. október það sama ár.
Þá er einnig greint frá því að Kaupfélagið og Hagkaup hafi áhuga á að byggja stórmarkaði í Njarðvík. Kaupfélagið „norðan við svæði það sem Krossinn gamli var” og Hagkaup hafði augastað á Fitjum. Allir vita svo framhald þeirrar sögu.