Bágborið ástand á Vatnsnesi

Í október 1987 greina Víkurfréttir frá útttekt Ríkismats sjávarafurða á hreinlæti, aðbúnaði og umhverfi fiskvinnslustöðva á Vatnsnesi. Allt fær þetta falleinkun hjá Ríkismatinu og myndirnar með umfjölluninni tala sínu máli. Eins og flestir vita hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þetta var og ásýnd Vatnsnessins orðin allt önnur.