500 milljónir í ruslið?

Þannig hljómar fyrirsögn á forsíðu Víkurfrétta í lok október 1993. Ekki var þó verið að henda peningum heldur voru menn að velta fyrir sér að kaupa búnað við Sorpeyðingarstöð Suðurnesja. Eins og flestum er kunnugt var síðar stofnað sérstakt rekstarfélag um stöðina sem hlaut nafnið Kalka. Þar hefur gengið á ýmsu upp á síðkastið. Selja átti reksturinn til einkaaðila en það gekk til baka eftir að í ljós kom að væntanlegur kaupandi gat ekki útvegað það fjármagn sem hann þurfti.

Sameiningarmálin eru einnig til umfjöllunar á forstíðunni en þar segir af borgarafundi í Sandgerði um sameiningu sveitarfélaga á Suðurnesjum. Ekki voru fundarmenn allir hrifnir af hugmyndinni og töldu Keflavík verða „eins og stóra ryksugu” sem myndi soga til sín allt frá smærri sveitarfélögunum. Þar yrði valdið.

Sameingarmálin hafa oft verið í umræðunni síðan en þó hefur það gerst  að sveitarfélögin Keflavík, Njarðvík og Hafnir sameinuðust ekki löngu eftir umræddan borgarafund.