Karlakórinn
Karlakórinn

Viðskipti

„Stemmning eins og á bíla-sýningum í gamla daga“
Kjartan Steinarsson frá K. Steinarssyni og Hlynur Björn Pálsson, sölustjóri Honda hjá Öskju við Honda Civic Type-R.
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 7. október 2021 kl. 13:53

„Stemmning eins og á bíla-sýningum í gamla daga“

„Hér var stemmning eins og á bílasýningum í gamla daga. Fólk hefur greinilega þörf fyrir að komast út úr húsi og gera eitthvað sem ekki hefur verið í boði lengi,“ sagði Kjartan Steinarsson, bílasali, eftir vel lukkaða bílasýningu hjá K. Steinarssyni í Reykjanesbæ um liðna helgi.

Allir helstu bílarnir frá Honda voru á staðnum. Má þar nefna fólksbílinn Jazz, borgarjepplinginn Jazz Crossstar og sportjeppann vinsæla Honda CR-V Hybrid. Nýr Jazz er með nýjustu Hybrid-tækninni. Allar gerðirnar af Jazz eru með rafakstursham og geta því ekið á 100% hljóðlátri raforku. CR-V sportjeppinn hefur verið endurbættur og endurhannaður. Bíllinn er fáanlegur með 1.5 VTEC TURBO bensínvél og 2.0 i-MMD Hybrid-vél. Jazz Crossstar er nýjasti meðlimur Honda-fjölskyldunnar og er með Hybrid-tækninni. Þá var á sýningunni nýr Honda e rafbíll.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024