Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Zone opnar í Njarðvík
Fimmtudagur 6. desember 2007 kl. 10:54

Zone opnar í Njarðvík

Hárgreiðslu- og snyrtistofan Zone tók til starfa að Holtsgötu 52 í Reykjanesbæ í síðustu viku og var opnunarteiti haldið um helgina.
Á stofunni eru þrjár hárgreiðslukonur og tveir snyrtifræðingar og er boðið upp á alhliða þjónustu á báðum sviðum. Þær segjast ekki nota neitt nema gæðavörur. Í hárvörum nota þær Tigi, D:Fi, Urban Tribe og Milk shake og snyrtifræðingarnir nota vörur frá Comfort zone, Tigi og Opi naglavörur. Innréttingarnar eru einnig afar veglegar og rýmið opið og þægilegt.


Þær sögðust í samtali við Víkurfréttir vera mjög bjartsýnar með framhaldið, viðtökurnar hafi verið góðar og fjölmargir mætt í opnunarhófið. Aðspurðar sögðu þær að þær hefðu fulla trú á því að næg eftirspurn væri fyrir stofu sem þessa. „Fólki er alltaf að fjölga í bænum og við erum alveg miðsvæðis hérna í Njarðvík.“ Þær sögðust einnig hafa sérstöðu á ýmsum sviðum, til dæmis eru þær með fjölbreytta snyrtiþjónustu fyrir karlmenn, til dæmis handsnyrtingu og vax, og skora á strákana að kíkja á hvað er í boði. Góð opnunartilboð eru enn í boði og áhugasamir hvattir til að mæta og kynna sér málið.

VF-myndir/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024