Yfirtaka á SPKEF kostaði Landsbankann um 1,8 milljarða króna
Hagnaður Landsbankans var 24,4 milljarðar króna eftir skatta á fyrri hluta ársins, segir í tilkynningu frá bankanum. Heildarrekstrarkostnaður nam 10,8 milljörðum króna og hefur hækkað úr 9 milljörðum króna á sama tíma árið 2010. Það skýrist fyrst og fremst af kostnaði við yfirtöku á Spkef og almennum launahækkunum vegna kjarasamninga.