Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Miðvikudagur 23. júlí 2003 kl. 21:38

Yfir 50 þúsund farþegar með Iceland Express

Í lok júní hafði Iceland Express flutt 52.238 farþega milli Íslands, Danmerkur og Bretlands. Í júní fóru 15.256 farþegar með félaginu og hafði það 11,6% markaðshlutdeild í farþegaflutningum um Keflavíkurflugvöll. Í lok júní hafði Iceland Express starfað í rúmlega fjóra mánuði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flugfélaginu. ,,Á flugleið Iceland Express milli London og Reykjavíkur er rúmlega helmingur farþega erlendir ferðamenn, en á leiðinni frá Kaupmannahöfn er tæpur helmingur sem hefur keypt farmiðann erlendis. Það er því ljóst að þáttur Iceland Express í fjölgun ferðamanna hingað til lands er umtalsverður og að kynningarstarf félagsins erlendis hefur borið góðan árangur.
Iceland Express hefur boðið fréttamönnum frá 57 erlendum fjölmiðlum til að kynnast landinu og þjónustu félagsins. Iceland Express hefur borið allan kostnað af þessari landkynningu ásamt ferðaþjónustufyrirtækinu Iceland Excursions Allrahanda. Þá hefur landkynningarstarfið notið velvildar hjá hótelum, veitingastöðum og afþreyingarfyrirtækjum. Ferðamálaráð Íslands hefur jafnframt lagt hönd á plóginn með 75 þús. kr. styrk."

Vísir.is greinir frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024