WOW samdi við Airport Associates
Airport Associates og WOW air hafa gert samning sín á milli um flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli. Airport Associates er sjálfstætt starfandi flugafgreiðslufyrirtæki og hefur verið starfrækt frá árinu 1997.
Félagið þjónustar fjölda flugfélaga svo sem Delta Airlines, Easyjet, Norwegian, German Wings og Air Berlin. „Við eru ánægð með að hafa náð samningum við Airport Associates en fyrirtækið hefur umsvifamikla starfsemi á Keflavíkurvelli og gríðarmikla reynslu í flugafgreiðslu" segir Baldur Oddur Baldursson, forstjóri WOW air, í tilkynningu frá félaginu sem greint er frá á vef Vísis.