Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

WOW air tilnefnt sem besta flugfélag í Evrópu á samfélagsmiðlum
Föstudagur 26. ágúst 2016 kl. 10:18

WOW air tilnefnt sem besta flugfélag í Evrópu á samfélagsmiðlum

WOW air hefur verið tilnefnt til verðlaunanna SimpliFlying: Awards for Excellence in Social Media 2016. Verðlaunin eru veitt þeim flugfélögum sem þykja skara framúr á vettvangi samfélagsmiðla. Með þessari tilnefningu skipar WOW air sig í sess með stærstu flugfélögum heims en til þessa hafa aðeins tvö flugfélög hlotið jafnmargar tilnefningar eða KLM og Etihad Airways. Vinningshafar síðasta árs, í þeim flokkum sem WOW air er nú tilnefnt til, voru Aer Lingus og Turkish Airlines. Þetta er í sjöunda skiptið sem verðlaunin eru veitt og verða þau afhent í Lundúnum þann 7. september.

„Það er sérlega ánægjulegt að vera tilnefnd til þessara virtu verðlauna. Við hjá WOW air höfum alltaf lagt mikla áherslu á samfélagsmiðla og vakið verðskuldaða athygli jafnt heima sem og erlendis. Þessi tilnefning er því ákveðin viðurkenning á því öfluga starfi sem við höfum sinnt undanfarin ár,“ segir Engilbert Hafsteinsson framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs WOW air.

WOW air er tilnefnt í þremur flokkum:

• Launches: Flugfélög sem nýta sér samfélagsmiðla til þess að kynna nýjar leiðir, áfangastaði, flugvélar eða vöru.

• Branding: Flugfélög sem nýta sér samfélagsmiðla til þess að styrkja auðkenni félagsins með skýrum og samkvæmum hætti.

• Overall in Europe: Evrópsk flugfélög sem hafa náð að samræma með árangursríkum hætti samfélagsmiðla og aðra tækni á öllum mörkuðum sínum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024