Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Viðskipti

WOW air stundvísast
Mánudagur 2. júlí 2012 kl. 14:04

WOW air stundvísast

Tafir á flugi til og frá landinu voru nær engar síðastliðnar tvær vikur. WOW air stóð sig best af íslensku félögunum. Frá þessu er greint á vefnum Túristi.is

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024


Rúmlega níu af hverjum tíu brottförum Icelandair, Iceland Express og WOW air stóðust áætlun á seinni hluta júnímánaðar. Í mínútum talið var seinkunin að jafnaði mjög stutt. Ferðasumarið fer því miklu betur af stað, þegar horft er til stundvísi á Keflavíkurflugvelli, en á síðasta ári. Í júní í fyrra voru t.a.m. aðeins 44,5 prósent brottfara á flugvellinum á tíma.


Komutímar WOW air stóðust oftar en hjá hinum tveimur félögunum og nýliðarnir eru því stundvísasta félagið í Keflavík á seinni hluti júnímánaðar.


Eins og áður er mikill munur á umsvifum félaganna þriggja. Icelandair flaug t.d. sjö sinnum oftar en Iceland Express og ellefu sinnum oftar en WOW air til og frá landinu seinni tvær vikur júnímánaðar.