Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

WOW air flýgur til Orlando
Miðvikudagur 5. september 2018 kl. 13:21

WOW air flýgur til Orlando

Í dag hefst sala á flugsætum til Orlando, Flórida en WOW air hefur flug þangað þann 18. desember næstkomandi til og með 30. apríl. Flogið verður þrisvar í viku í Airbus A321neo til Orlando International flugvallar (MCO) sem er í stuttri akstursfjarlægð frá miðbæ Orlando. Flugtíminn frá Íslandi er rétt rúmir átta klukkutímar og lent er klukkan átta að kvöldi að staðartíma.

 
Veðrið í Orlando yfir vetrarmánuðina er milt en hitinn er yfirleitt í kringum 23 gráður. Orlando hefur upp á margt að bjóða fyrir alla fjölskylduna. Þar má finna hina ýmsu skemmtigarða eins og til dæmis Disney World, Universal Orlando Resort og Wizarding World of Harry Potter. Þar eru líka fjölmargir verslunarkjarnar og góðir golfvellir.
 
„Orlando er skemmtilegur staður sem lengi hefur notið mikilla vinsælda hjá Íslendingum. Með því að bjóða upp á flug á hagstæðum kjörum gerum við fleirum kleift að ferðast og njóta lífsins í sólinni,“ segir Skúli Mogensen eigandi og forstjóri WOW air.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024