Wizz Air flýgur til Gdansk
Flugfélagið Wizz Air hefur ákveðið að hefja flug til Íslands frá Gdansk í Póllandi. Ferðir hefjast í júní og flogið verður tvisvar í viku á mánudögum of föstudögum.
Wizz Air er stærsta lággjaldaflugvélag í Mið- og Austur-Evrópu og er Keflavíkurflugvöllur 111. áfangastaður félagsins.
Flugleiðum frá Keflavíkurflugvelli fjölgar sífellt og fagnar Isavia þessum tímamótum og býður Wizz Air velkomið ört stækkandi í hóp viðskiptavina, segir í tilkynningu.