Vöruþróun - Frá hugmynd til markaðar
Næsta miðvikudag, 1. desember, verður síðasta erindið í fræðsludagskrá haustsins hér á Frumkvöðlasetrinu á Ásbrú. Við höfum farið yfir markaðsmál, fjármál, fengið frumkvöðla í heimsókn og skoðað Facebook til markaðssetningar. Á miðvikudaginn munum við skoða helstu aðferðir og ferli við vöruþróun. Fyrirlesari er Karl Friðriksson, framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og við fáum einnig góðan gest, en Ása Brynjólfsdóttir, rannsóknar- og þróunarstjóri Bláa Lónsins ætlar að segja okkur frá vöruþróun hjá Lóninu.
Eins og áður hefst fyrirlesturinn kl. 12:10 hér í Frumkvöðlasetrinu, í Eldey, byggingu 506 við Grænásbraut.
Fræðsludagskráin hefst svo aftur eftir áramót og verður nánar auglýst síðar.
Við hjá Frumkvöðlasetrinu á Ásbrú trúum því að það sé öllum hollt að vita meira í dag en í gær. Fræðsludagskrá setursins er liður í því og hentar frumkvöðlum, stjórnendum, og öllum áhugasömum um frumkvöðlastarfsemi, nýsköpun, viðskipti og stjórnun.
Í hádeginu á miðvikudögum bjóðum við ykkur að grípa með ykkur hádegisverðinn ykkar og njóta hans í góðum félagsskap og fræðast.
Fræðsludagskrá Frumkvöðlasetursins er frí og öllum opin. Gríptu tækifærið og fáðu að vita meira en þú vissir í gær!