Viðskipti

Vörufjall eftir kolsvartan föstudag
Mánudagur 28. nóvember 2016 kl. 14:38

Vörufjall eftir kolsvartan föstudag

Flutningabílar hafa streymt að verslun Tölvulistans og Heimilistækja í Reykjanesbæ í dag með vörur til afgreiðslu eftir tilboð sem boðin voru undir heitinu „Black Friday“. Sannkallað vörufjall er framan við verlsunina.

Starfsmenn hafa í nógu að snúast við að koma vörunum í hús en þarna má sjá ísskápa, þvottavélar, þurrkara, uppþvottavélar og sjónvarpstæki í öllum stærðum í bland við ryksugur og önnur heimilistæki.

Svo er spurning hvort annað eins fjall verði á morgun við verslunina því í dag er svokallaður „Cyber Monday“ þar sem útsala stendur yfir í vefverslunum Tölvulistans og Heimilistækja.

Myndina tók Hilmar Bragi ljósmyndari blaðsins nú áðan á sömu slóðum og myndskeiðið hér að neðan sem sýnir þessi systkin reyna að koma alltof stóru sjónvarpi í lítinn bíl.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024