Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Fimmtudagur 2. september 1999 kl. 23:57

VÖRÐUR TIL KEFLAVÍKUR

Vátryggingafélagið Vörður opnar útibú að Hafnargötu 45 í Keflavík næstkomandi föstudag en þar var Trygging hf. áður til húsa. Arna Hrönn Sigurðardóttir hefur verið ráðin til starfa fyrir félagið og um næstkomandi áramót mun Rúnar Lúðvíksson hefja störf fyrir félagið. Mun hann veita skrifstofunni forstöðu. Bæði hafa þau starfað við vátryggingar fyrir Tryggingu hf. en hættu störfum vegna fyrirhugaðrar sameiningar við Tryggingamiðstöðina hf. Vörður á höfuðstöðvar á Akureyri og býður upp á allar tryggingar og leggur áherslu á persónulega og góða þjónustu við viðskiptamenn sína. Skrifstofan í Keflavík verður opin alla virka daga frá kl. 10-12 og kl. 13-16. Síminn er 421-6070 og símbréf sendast á 421-2633. Höfuðstöðvar á Akureyri Vátryggingafélagið Vörður var stofnað árið 1926 sem Vélbátatrygging Eyjafjarðar. árið 1994 keypti fyrirtækið Skipatryggingu Austfjarða og var nafninu breytt í Vörður í kjölfarið og fyrirtækið hóf alhliða tryggingaþjónustu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024